Viðtöl við einstaklinga sem dvöldu á vistheimilinu Silungapolli sem börn á árunum 1950-1969
Með erindisbréfi, dags. 2. apríl 2007, skipaði forsætisráðherra nefnd á grundvelli laga nr. 26/2007 um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Hlutverk nefndarinnar er að kanna hver tildrög þess hafi verið að börn voru þar vistuð, hvernig opinberu eftirliti hafi verið háttað með starfsemi viðkomandi stofnunar og hvort börn sem þar voru vistuð hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi á meðan á dvöl þeirra stóð.
Um þessar mundir er vistheimilisnefnd m.a. að kanna starfsemi vistheimilisins Silungapolls sem starfrækt var á árunum 1950-1969. Af því tilefni óskar nefndin vinsamlegast eftir því að þeir sem dvöldu sem börn á vistheimilinu Silungapolli, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um reynslu sína af dvölinni, hafi samband við nefndina fyrir 1. desember n.k. í síma 563-7016 eða á netfangið [email protected].