Embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis er laust til umsóknar
Laust er til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis. Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. desember 2009.
Um embættið gilda lög nr. 73/1969 um Stjórnarráð Íslands með síðari breytingum og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins með síðari breytingum. Um laun og önnur starfskjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs, sbr. lög nr. 47/2006, um kjararáð.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri upplýsinga- og þjónustusviðs.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil berist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2009.