Málþing um stöðu sjálfbærrar þróunar
Mosfellsbær hefur boðað til málþings um stöðu sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögum hér á landi. Sveitarfélögin eru komin mislangt í vinnu sinni að sjálfbærri þróun um merkjum Staðardagskrár 21 og á málþinginu verður fjallað um ólíkar áherslur og aðferðir sveitarfélaga í þeim efnum.
Málþingið fer fram í Listasal Mosfellsbæjar að Þverholti 2 (innangengt frá bókasafni), fimmtudaginn 5. nóvember kl. 16:00-18:00. Þingið er opið öllum án endurgjalds.
Hægt er að skoða dagskrá málþingsins á heimasíðu Mosfellsbæjar.