Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2009 Utanríkisráðuneytið

Samninganefnd Íslands skipuð

Utanríkisráðherra hefur skipað samninganefnd Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra verður aðalsamningamaður Íslands og stýrir samninganefndinni. Í henni munu sitja, auk aðalsamningmanns, formenn tíu samningahópa og sjö aðrir nefndarmenn.

Samninganefnd Íslands skipa eftirtaldir einstaklingar:

Aðalsamningamaður:
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel

Varaformenn samninganefndar:
Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands
Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri og sérfræðingur hjá Rannís

Fulltrúar í samninganefnd:
Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins
Högni S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu
Kolfinna Jóhannesdóttir, MA í hagvísindum
Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins
Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum
Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur

Formenn samningahópa:

EES II, félagsmál, þjónusta, fjárfestingar, umhverfismál o.fl.:
Anna Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

Lagaleg málefni
Björg Thorarensen, deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands

EES I, vörur, orka, samkeppnismál o.fl.
Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu

Sjávarútvegsmál
Kolbeinn Árnason, lögfræðingur, fyrrverandi skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu

Utanríkis- og öryggismál
María Erla Marelsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu

Fjárhagsmálefni
Maríanna Jónasdóttir, skrifstofustjóri í í fjármálaráðuneytinu

Myntbandalag:
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri

Byggðamál og sveitastjórnarmál
Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu

Dóms- og innanríkismál
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Landbúnaðarmál
Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins

Við skipan nefndarinnar var haft að leiðarljósi álit meirihluta utanríkismálanefndar um umsóknina um aðild að ESB. Litið var sérstaklega til samningareynslu og sérþekkingar nefndarmanna, og þess að samningaviðræður við Evrópusambandið er verkefni sem varðar alla stjórnsýsluna. Þá er jafnræði með kynjunum í samninganefndinni.

Ofangreindir tíu samningahópar munu starfa með samninganefndinni. Í þeim verða fulltrúar ráðuneyta og stofnana, ásamt fulltrúum hagsmunaaðila, félagasamtaka og háskólasamfélagsins. Þá munu innlendir og erlendir sérfræðingar starfa með samningahópunum.

Gert er ráð fyrir að á næstu vikum eða mánuðum ljúki framkvæmdastjórn ESB gerð álits síns um aðildarumsókn Íslands og að á grundvelli þess taki aðildarríkin ákvörðun um að hefja formlegar aðildarviðræður.

Nánari upplýsingar um samninganefndina, þ. á m. æviágrip nefndarmanna, er að finna á vefsíðu utanríkisráðuneytisins um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu: evropa.utanrikisraduneyti.is/samninganefnd



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta