Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2009 Matvælaráðuneytið

Lífsgæði og ferðaþjónusta

Iðnaðarráðherra á fundi um heilsutengda ferðaþjónustu
Idnadarradherra_a_fundi_um_heilsutengda_ferdatjonustu

Fjölsóttur vinnufundur um sóknarfæri í heilsutengdri ferðaþjónustu var haldinn á Hilton Hotel Reykjavík fimmtudaginn 5. nóvember.

Þarna mætti breiður hópur fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu og sérfræðinga tengdum heilbrigðum lífsstíl.

Fundargestir skipuðu sér í fimm umræðuhópa og ræddu m.a. gæði í íslenskri heilsuferðaþjónustu. vöruþróun, markaðsmál, samstarfsvettvang og hvar íslensk heilsuferðaþjónusta yrði hgusanlega stödd árið 2014. Fjörugar umræður spunnust um efni fundarins og greinilegt að fjölmörg atriði þarf að fara í saumana á til að þessi ferðaþjónusta geti orðið að söluvænni vöru.

Katín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og ráðherra ferðamála hlýddi á niðurstöður hópanna og lýsti sinni sýn á þetta stóra verkefni. Lagði hún áherslu á heilsteypt vörumerki og að þarna væri hugsanlega kominn lykillinn að því að lengja ferðamannatímann.

Magnús Orri Schram alþingismaður stýrði fundinum, sem var í boði iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu, en Magnús Orri þekkir vel til starfa á þessum vettvangi. Á fundinum var prófað nýtt hugtak úr smiðju Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur, lífsgæðatengd ferðaþjónusta, en nokkur leit hefur staðið yfir að góðu íslensku orði yfir það sem á ensku nefnist wellness.

Ákveðið var að fulltrúar þessa stóra hóps myndu koma saman á ný eftir 3 vikur þegar unnið hefur verið úr þeim tillögum sem til urðu á fundinum og fyrir liggur hvað það er sem helst vantar upp á til að lífsgæðaferðaþjónusta verði órfjúfanlegur hluti af atvinnugreininni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta