Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

OSPAR óskar eftir athugasemdum

OSPAR samningurinn sem fjallar um verndun Norðaustur-Atlantshafsins vinnur að skýrslu um ástand hafsins sem koma mun út árið 2010. Sambærileg skýrsla var gefin út árið 2000 og vakti þá töluverða athygli.

Umhverfisráðuneytið vill vekja athygli á að drög að skýrslu OSPAR liggja nú fyrir á heimasíðu samningsins til athugasemda. Samningurinn leggur þessi drög fram til þess að almenningur, félagasamtök, vísindasamfélagið og fleiri gefist kostur á að lesa drögin og skila inn athugasemdum. Kaflar skýrslunnar eru tólf og fjalla meðal annars um áhrif loftlagsbreytinga, ofauðgun, hættuleg efni, geislavirkni, nýtingu sjávarauðlinda, áhrif mannsins á hafið og verndun lífríkis og vistkerfa hafsins.

Með því að smella hér má nálgast alla kafla skýrslunnar auk leiðbeininga um hvernig koma á athugasemdunum á framfæri beint við samninginn. Þess er óskað að sérstök eyðublöð séu notuð fyrir hvern kafla og beðið er um athugasemdir við einstök atriði en ekki almennar athugasemdir.

Ráðuneytið hvetur alla til að kynna sér efni skýrslunnar og skila inn athugasemdum til samningsins ef einhverjar eru. Hægt er að nálgast umfjöllun um skýrsluna á heimasíðu OSPAR.

Um OSPAR samninginn.

Heimasíða OSPAR.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta