Þýðing hafin á spurningum og svörum um landbúnað og sjávarútveg
Í samræmi við ákvörðun Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er byrjað að þýða á íslensku spurningar Evrópusambandsins og svör okkar við þeim um landbúnað og sjávarútveg í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB. Í báðum tilvikum eru þýðendur búsettir á landsbyggðinni. Reiknað er með að hægt verði að birta íslenska textann um næstu mánaðamót.