Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2009 Forsætisráðuneytið

Ráðherranefnd um jafnréttismál á fyrsta fundi

Fyrsti fundur ráðherranefndar um jafnréttismál
Ráðherranefnd um jafnréttismál

Fyrsti fundur nýskipaðrar ráðherranefndar um jafnrétti kynja var haldinn í dag, föstudaginn 6. nóvember 2009. Í henni starfa forsætisráðherra, fjármálaráðherra, félags- og tryggingamálaráðherra og dómsmála- og mannréttindaráðherra.

Á fundinum var ákveðið að festa í sessi verklag við gerð jafnréttismats á stjórnarfrumvörpum og halda áfram starfi Jafnréttisvaktarinnar í samstarfi við Velferðarvaktina sem starfar á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Þá var ákveðið að leggja nýja framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu strax í byrjun næsta árs. Þar verður lögð áhersla á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í Stjórnarráðinu og skýrari markmið og forgangsröðun sérstakra jafnréttisverkefna. Ennfremur var farið yfir stöðu aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar gegn mansali og lýstu ráðherrar ánægju með hversu margar einstakar aðgerðir hennar eru komnar á rekspöl.

   Reykjavík 6. nóvember 2009

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta