Villa í ferðakostnaðarauglýsingu nr. 3/2009 leiðrétt
Villa í auglýsingu nr. 3/2009 um dagpeninga ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands hefur verið leiðrétt. Auglýsingin er rétt eins og hún birtist nú á vefsíðu ráðuneytisins.
Sagt var að fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag, væri 3.150 kr., en rétt er 4.150 kr.
Ráðuneytið biður hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum.