Hoppa yfir valmynd
10. nóvember 2009 Innviðaráðuneytið

Handók um umferðarfræðslu grunnskólanema komin út

Komin er út ný handbók um umferðarfræðslu fyrir grunnskólanema. Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitti fyrsta eintakinu viðtöku á skrifstofu sinni í dag.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur við fyrsta eintaki nýrrar handbókar um umferðarfræðslu
Ný handbók um umferðarfræðslu

Umferðarstofa gefur handbókina út en gerð hennar var í höndum starfsmanna Umferðarstofu og Grundaskóla á Akranesi. Bókinni er ætlað að auðvelda kennurum og skólum að byggja upp og efla umferðarfræðslu.

Gerð bókarinnar og útgáfa er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda en á grundvelli hennar hefur á undanförnum árum verið unnið ötullega að eflingu umferðarfræðslu í skólum landsins. Lögð hefur verið áhersla á að undirbúa ökumenn framtíðarinnar sem best undir hlutverk þeirra í umferðinni. Grundaskóli á Akranesi hefur sinnt því starfi vel á undanförnum árum en hann er móðurskóli umferðarfræðslu í grunnskólum landsins.

Hægt er að skoða handbókina á pdf formi og prenta hana út af heimasíðu Umferðarstofu http://www.us.is/. Einnig er hægt að panta hana útprentaða á heimasíðunni.

Arnar Freyr Sigurðsson, nemandi við Grundaskóla á Akranesi, afhenti Kristjáni L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrsta eintakið af handbók í umferðarfræðslu. Með þeim á eru Sigurður Arnar Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla (t.v.), og Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta