Upphafskvóti í síld ákveðinn 40.000 tonn.
Ráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld og er upphafskvótinn 40.000 tonn, sem þýðir að 25.000 tonnum verður úthlutað til skipa á morgun 11. nóvember 2009, er það til viðbótar þeim 15.000 tonnum sem voru gefin út 16. október 2009.
Ennfremur hefur ráðherra ákveðið að reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða verði breytt á þann hátt að skylt sé að færa allan afskurð sem fellur til við vinnslu síldarinnar um borð í fullvinnsluskipum í land.
Einnig verður gerð breyting á reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld þar sem heimild til að sleppa niður lifandi síld í nót er aftukölluð.