Norræna ráðherranefndin lýsir eftir umsóknum um styrki úr mannaskiptaáætlun opinberra starfsmanna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum
Nú er hægt að sækja um styrk í mannaskiptaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir opinbera starfsmenn á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Áætlunin spannar tímabilið 2009-2013 og er nú verið að auglýsa eftir styrkumsóknum í annað sinn. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2010. Áætlunin styrkir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga á Norðurlöndum til þess að stunda tímabundið störf eða nám á starfsvettvangi sínum í Eistlandi, Lettlandi eða Litháen. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Tallinn hefur umsjón með áætluninni og tekur við umsóknum. Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi auglýsingu skrifstofunnar og á heimasíðu áætlunarinnar. Einnig veitir verkefnisstjórinn, Madis Kanarbik, upplýsingar og aðstoðar umsækjendur, [email protected]
Vefsíða Norrænu ráðherranefndarinnar
Vefsíða skrifstofunnar í Eistlandi
Smellið hér til þess að sækja fylgiskjalið Call for Applications 2010 (pdf skjal 71 Kb)