Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2009 Dómsmálaráðuneytið

Alþjóðleg ráðstefna um ábyrgð á Internetinu haldin 19. nóvember

Auglýsing um ráðstefnuna Ábyrgð á Internetinu
Auglýsing um ráðstefnuna.

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og dómsmála- og mannréttindaráðuneytið efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um ábyrgð á birtingu og dreifingu efnis á Internetinu. Fjallað verður um helstu knýjandi álitaefni á þessu sviði, m.a. um alþjóðlega dreifingu á barnaklámi, kynþáttahatri og meiðyrðum, hvernig gerendur verði fundnir og hvar þeir verði dregnir til ábyrgðar fyrir dómstólum. Þá verður fjallað um skyldu ríkja til að vernda friðhelgi einkalífs einstaklinga. Norræna ráðherranefndin veitir styrk vegna ráðstefnunnar í tilefni af formennsku Íslands árið 2009.

Ráðstefnan verður haldin 19. nóvember nk. í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Hún er öllum opin og aðgangur ókeypis.

Dagskrá

13.00-13.10 Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins

13.10-13.30 Fighting Cybercrime: Meaning of Council of Europe Cybercrime Convention 2001
Próf. Emeritus Dr. Henrik W.K. Kaspersen, ráðgjafi Evrópuráðsins og hollenska dómsmálaráðuneytisins á sviði netglæpa

13:30-13.50 State Obligations under Article 8 of the ECHR
Ph.D. Jukka Viljanen, lektor í mannréttindum við háskólann í Tampere, Finnlandi

13.50-14.10 The Legal Control of Pornography and Hate Speech on the Net in the United Kingdom
Próf. Eric Barendt, Goodman prófessor í fjölmiðlarétti við University College, London

14.10-14.25 Fyrirspurnir og umræður

14.25-15.00 Kaffihlé

15.00-15.20 Jurisdictional Issues in Private Litigation
Dr. juris Kyrre Eggen, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Wiersholm, Mellbye & Bech í Osló.

15.20-15.40 Responsibility for Internet Defamation in Icelandic Law
Eiríkur Jónsson LL.M., lektor og doktorsnemi við Lagadeild Háskóla Íslands, LOGOS lögmannsþjónusta styrkir stöðuna

15.40-16.00 How to prevent Anonymity on the Internet
Ph.D. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur

16.00-16.15 The Internet and the Media
Árni Matthíasson, blaðamaður og verkstjóri á mbl.is og umsjónarmaður blog.is

16.15-16.45 Fyrirspurnir og umræður

Fundarstjóri: Björg Thorarensen, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands

Nánari upplýsingar: www.hi.is og http://hi.is/is/felagsvisindasvid_deildir/lagadeild/adal/conference

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta