Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Varnarmálastofnun birt
Í framhaldi af skoðun utanríkisráðuneytisins á rekstri Varnarmálastofnunar í júní sl. var ákveðið að óska eftir úttekt Ríkisendurskoðunar á nokkrum tilgreindum ákvörðunum stofnunarinnar á sviði mannaráðninga og innkaupa. Úttektin liggur nú fyrir og má lesa hér. Utanríkisráðuneytið hefur að svo stöddu beint því til Varnarmálastofnunar að taka tillit til niðurstaðna Ríkisendurskoðunar í starfsemi sinni.