Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2009 Dómsmálaráðuneytið

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt haldin á fjórum stöðum á landinu

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin á vegum Námsmatssofnunar í Menntaskólanum í Kópavogi frá 30. nóvember til 4. desember næstkomandi. Í vikunni þar á eftir verður svo hægt að þreyta próf á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin á vegum Námsmatssofnunar í Menntaskólanum í Kópavogi frá 30. nóvember til 4. desember næstkomandi. Í vikunni þar á eftir verður svo hægt að þreyta próf á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Alls eru um 230 skráðir í próf að þessu sinni.

Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt var haldið í fyrsta sinn í júní síðastliðnum en 1. janúar 2009 tók gildi það ákvæði í lögum um íslenskan ríkisborgararétt að umsækjandi skuli hafa staðist próf í íslensku. Dómsmálaráðuneytið fól þá Námsmatsstofnun að sjá um framkvæmd prófanna og má finna nánari upplýsingar um þau á vef stofnunarinnar, www.namsmat.is. Einnig eru veittar upplýsingar í síma 550 2400. Gjald fyrir þátttöku í prófi er 7.000 krónur.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta