Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2009 Innviðaráðuneytið

Ræddu aðgerðir til að jafna hlut kynja í sveitarstjórnum

Greinargerð starfshóps um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum var rædd í dag á fundi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðaði fulltrúa stjórnmálaflokkanna á.

Greinargerð um jafnan hlut kynja í sveitarstjórnum rædd á fundi formanna stjórnmálaflokka.
Greinargerð um jafnan hlut kynja í sveitarstjórnum rædd á fundi formanna stjórnmálaflokka.

Greinargerð starfshóps um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum var rædd í dag á fundi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðaði fulltrúa stjórnmálaflokkanna á. Fram kom stuðningur við að grípa til aðgerða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar vorið 2010.

Fundinn sátu auk Kristjáns L. Möller þau Jóhanna Sigurðarsdóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Kolbrún Stefánsdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins, en nokkrir fulltrúar stjórnmálaflokka boðuðu forföll. Einnig sátu fundinn Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, Ingvar Sverrisson, aðstoðarmaður ráðherra, Sigrún Jónsdóttir, formaður starfshópsins sem skilaði greinargerðinni um aðgerðir, Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, Hildur Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi forsætisráðuneytisins og Sigurður Guðmundsson frá fjármálaráðuneytinu.

Kristján L. Möller fór í upphafi yfir nokkrar tillögur starfshópsins sem snúast meðal annars um að hvetja forystufólk stjórnmálaflokkanna til að gæta jafnræðis meðal kynja í efstu sætum framboðslista, að skipuleggja kynningarstarf og átak fyrir því að konur til jafns við karla taki þátt í störfum sveitarstjórna og fleira. Einnig er hvatt til samráðs við félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisstofu.

Á fundinum var bent á nauðsyn þess að formenn stjórnmálaflokka sammæltust um aðgerðir og hvatningu fyrir jöfnum hlut kynja í sveitarstjórnum til dæmis með auglýsingu eða blaðagrein sem allir skrifuðu undir. Þá var bent á að brýnt væri að starfsumhverfi bæði innan stjórnmálaflokka og í sveitarstjórnum skipti miklu máli þegar rætt væri um að jafna hlut karla og kvenna til þátttöku í stjórnmálastarfi. Einnig var hvatt til þess að stjórnmálaflokkar yrðu brýndir til dáða á næstu vikum til að unnt væri að koma á meiri jöfnuði strax við næstu sveitarstjórnarkosningar.

Næsta skref er að boða fljótlega til samráðsfundar með forystu stjórnmálaflokka og fleiri aðilum.

Greinargerð um jafnan hlut kynja í sveitarstjórnum rædd á fundi formanna stjórnmálaflokka.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta