Skipun í verkefnisstjórn
Fréttatillkynning nr 15/2009
Hinn 22. október s.l. undirritaði iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, viljayfirlýsingu við Norðurþing, Skútustaðahrepp, og Þingeyjarsveit um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Í viljayfirlýsingunni ert gert ráð fyrir að skipuð verði verkefnisstjórn, sem muni bera ábyrgð á leit að að mögulegum samstarfsaðilum um atvinnuuppbyggingu sem byggir á hagnýtingu orkunnar frá háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum.
Verkefnisstjórnin hélt sinn fyrsta fund í dag, en hana skipa:
Bergur Elías Ágústsson, f.h. Norðurþings
Margrét Hólm Valsdóttir, f.h. Skútustaðahrepps
Tryggvi Harðarson, f.h. Þingeyjarsveitar
Reynhard Reynisson, f.h.Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga
Einar Mathiesen, f.h. Landsvirkjunar/Þeistareykja ehf
Martha Eiríksdóttir, f.h. Iðnaðarráðuneytis
Verkefnisstjórnin skal ljúka fyrstu athugun á mögulegum samstarfsaðilum fyrir 1. apríl 2010 og nýta svo tímann til 1. október 2010 til nánari viðræðna og samningagerðar við þá sem til greina koma. Verkefnisstjórnin mun setja sér verklagsreglur um hvernig val á samstarfsaðla /samstarfsaðilum verði háttað og með hvaða hætti gengið verði til samninga við orkukaupanda / orkukaupendur.
Reykjavík, 18. Nóvember 2009.