36. aðalfundur FAO (Matvæla og landbúnaðarstofnun SÞ)
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun á næstu dögum sitja 36. aðalfund FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnunnar SÞ) í Róm og flytja ávarp fyrir hönd Íslands. Fundurinn fylgir í kjölfar ráðherrafundar FAO um fæðuöryggi sem utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson sótti fyrir Íslands hönd.
Í tengslum við fundina í Róm hélt Norræna ráðherranefndin kynningu á samvinnu Norðulandanna um varðveislu erfðaauðlinda og hélt Jón Bjarnason opnunarávarp fyrir hönd nefndarinnar.