Nýstárlegar hugmyndir í ferðaþjónustu
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra ávarpaði fund á vegum bæjarstjórnar Kópavogs, VSÓ Ráðgjafar og Náttúrurfræðistofu Kópavogs í Salnum s.l. miðvikudag. Þar fór fram kynning á mögulegri nýtingu Þríhnúkagígs í þágu ferðamennsku og fræðslu um náttúru Íslands.
Ríflega 200 manns mættu og hlýddu á bræðurna Árna og Einar Stefánssyni kynna verkefnið.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var einnig viðstödd kynninguna ásamt bæjarstjóranum í Kópavogi, Gunnsteini Sigurðssyni.
Hér má sjá nánari lýsingu á verkefninu: