Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðherra boðar kynjakvóta

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að sýni atvinnulífið ekki marktækan árangur í því að breyta kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja fljótlega upp úr áramótum sé einboðið að setja kvóta til að rétta hlut kvenna. Þetta kom fram í ávarpi hans við setningu norrænnar ráðstefnu um Kyn og völd sem nú stendur yfir í Reykjavík. Ráðherra lýsti vonbrigðum með að ekki hafi tekist að hafa áhrif til góðs á hlutfall kvenna í stjórnum við endurreisn fyrirtækja, þrátt fyrir skýr ákvæði í lögum og verklagsreglum þar um.

Norðurlandaþjóðirnar eru í fremstu röð í heiminum þegar litið er til stöðu kvenna í stjórnmálum. Allt önnur mynd blasir hins vegar við þegar skoðaður er hlutur kvenna í stjórnum og meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja og innan samtaka í atvinnulífinu. Á ráðstefnunni er sérstaklega fjallað um hvers vegna hægar gengur að jafna hlut kynjanna í atvinnulífinu en í stjórnmálum.

Norræna ráðherranefndin fól á síðasta ári Norrænu kvenna- og kynjarannsóknastofnuninni (NIKK) að stýra rannsókn á kyni og völdum innan stjórnmála og atvinnulífs á Norðurlöndunum. Tuttugu fræðimenn frá öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í verkefninu sem lýkur á þessu ári og eru niðurstöður verkefnisins kynntar á ráðstefnunni.

Dagskrá ráðstefnunnar

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta