Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2009 Dómsmálaráðuneytið

Ábyrgð á Internetinu í kastljósinu

Þórunn J. Hafstein flytur opnunarávarp.
Þórunn J. Hafstein flytur opnunarávarp á ráðstefnunni.

Góð þátttaka var á alþjóðlegri ráðstefnu um ábyrgð á Internetinu sem haldin var af dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands í gær. Fjallað var um knýjandi álitaefni, s.s. alþjóðlega dreifingu á barnaklámi, kynþáttahatri og meiðyrðum, hvernig gerendur verði fundnir og hvar þeir verði dregnir til ábyrgðar fyrir dómstólum. Þá var fjallað um skyldu ríkja til að vernda friðhelgi einkalífs einstaklinga o.fl.

Erlendir fyrirlesarar voru dr. Henrik W.K. Kaspersen, prófessor emeritus, ráðgjafi Evrópuráðsins og hollenska dómsmálaráðuneytisins á sviði netglæpa, Jukka Viljanen, Ph.D., lektor í mannréttindum við háksólann í Tampere, Eric Barendt, Goodman prófessor í fjölmiðlarétti við University College í London, og Kyrre Eggen, dr. juris, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Wiersholm, Mellbye & Bech í Ósló. Innlendir fyrirlesarar voru þeir Eiríkur Jónsson, LL.M., lektor og doktorsnemi við lagadeild HÍ, Haukur Arnþórsson, Ph.D. stjórnsýslufræðingur, og Árni Matthíasson, blaðamaður og verkstjóri á mbl.is og umsjónarmaður blog.is. Þórunn J. Hafstein, settur ráðuneytisstjóri í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, flutti opnunarávarp og Björg Thorarensen, prófessor og forseti Lagadeildar HÍ, var fundarstjóri.

Norræna ráðherranefndin veitti styrk vegna ráðstefnunnar í tilefni af formennsku Íslands árið 2009.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum