Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2009 Matvælaráðuneytið

Alþjóðleg matvælaráðstefna

matvalaráðstefna
matvalaráðstefna

Nú styttist í formennskuráðstefnu Íslands í norrænu samstarfi um matvælamál en ráðstefnan: Nordic values in the Food Sector ; The way forward in a global perspective, fer fram á Grand hóteli í Reykjavík daganna 15. til 17. nóvember nk.

Hér er um að ræða vísindaráðstefnu um þemað: Hollusta frá hafi og haga til maga og lykilorð ráðstefnunnar eru: Sjáfbærni, hreinleiki, hollusta og rekjanleiki.

Á ráðstefnunni verða eftirfarandi efni tekin til sérstakrar umfjöllunar:

a) Öryggi matvæla í hnattvæddri veröld með megináheslu á stöðu neytenda.

b) Staða og sóknarmöguleikar norræns matvælaiðnaðar á heimsmarkaði.

c) Samspil dýraverndar (velferðar búfjár), hollustu og ímynd matarins á markaði.

d) Á hvern hátt norræn menning, ímynd og sérstaða Norðurlandanna getur ýtt undir nýsköpun.

Þó að hér sé um að ræða öfluga vísindaráðstefnu skýrskota umfjöllunarefni og efnistök til mun stærri hóps en vísindamanna á þessu sviði, s.s. til þeirra sem sinna opinberri stefnumótun í matvæla- og matvælaöryggismálum, matvælaiðnaðarins, yfirvalda matvælamála og eftirlitsaðila hvers konar auk neytendasamtaka.

Hér má sjá allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu á hana.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta