NR. 40/2009 - Reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010
Í dag hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gefið út reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010. Reglugerðin tekur til veiða í íslenskri lögsögu sem og á alþjóðlegu hafsvæði. Í reglugerðinni segir að fari heildarafli íslenskra skipa í makríl á árinu 2010 yfir 130.000 lestir, þar af 20.000 lestir á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu ríkja, ákveði ráðherra hvort veiðar á makríl skuli bannaðar eða takmarkaðar með einhverjum hætti. Reglugerðin birtist mánudaginn 23. nóvember 2009 og öðlast þegar gildi.
Hér má sjá reglugerðina um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2010 (985 Kb)