Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra heimsækir Hekluskóga

Umhverfisráðherra heimsækir Hekluskóga
Skógur Skógræktar ríkisins í Þjórsárdal.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti Hekluskóga í gær. Farið var um starfssvæði Hekluskóga í Þjórsárdal, Hafi og Árskógum í fylgd Hreins Óskarssonar, verkefnisstjóa Hekluskóga og fleiri starfsmanna og forsvarsmanna verkefnisins. Skoðuð voru örfoka svæði, nýleg uppgræðslusvæði og gróðursetningarreitir. Í lok ferðarinnar var skógur Skógræktar ríkisins í Þjórsárdal skoðaður. Hér má lesa frétt um heimsókn umhverfisráðherra á heimasíðu Hekluskóga.

Tilgangurinn með ræktun Hekluskóga er að endurheimta birkiskóga og víðikjarr í nágrenni Heklu sem minnka myndu vikurfok í kjölfar gjóskugosa úr eldfjallinu. Auk þess myndi skógurinn verja lönd fyrir jarðvegseyðingu, auka kolefnisbindingu og efla gróðurfar og dýralíf.

Heimasíða Hekluskóga.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta