Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2009 Matvælaráðuneytið

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Fulltrúar Ferðamálastofu, Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og iðnaðarráðherra
Fulltrúar Ferðamálastofu, Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og iðnaðarráðherra.

Katrín Júlíusdóttir. iðnaðarráðherra afhenti þann 19. nóvember s.l. Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir markvissa umhverfisstefnu, með það að leiðarljósi að öll ferðamennska á vegum fyrirtækisins sé sjálfbær.

Fyrirtækið Íslenskir Fjallaleiðsögumenn var stofnað árið 1994 af fjórum ungum fjallaleiðsögumönnum en hefur frá þeim tíma sameinast tveimur öðrum fyrirtækjum, Íslandsflökkurum og Icelandic Travel Market. Fyrirtækið hefur frá upphafi haft það að markmiði að auka fagmennsku og fræðslu í leiðsögn, fara ótroðnar slóðir með innlenda sem erlenda ferðamenn, kynna þeim undraheima hálendis Íslands og íslenskrar náttúru og stuðla að góðri umgengni og verndun viðkvæmrar náttúru þannig að komandi kynslóðir megi njóta hennar á sama hátt og við. Trúir þessum markmiðum, hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn staðið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja í þróun nýrra ferða, umhverfismálum, menntun starfsmanna og öryggismálum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta