Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Eldvarnaátak í grunnskólum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og slökkviliðsmenn úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins heimsóttu nemendur Ísaksskóla í gær og fræddu þau um helstu atriði eldvarna. Þá fengu börnin bókina um Glóð og Loga að gjöf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, en félagið gefur öllum átta ára börnum í landinu bókina. Börnin taka söguna af Loga, Glóð og Brennu-Vargi með sér heim ásamt fræðsluefni um eldvarnir. Þannig nær átakið til þúsunda heimila i landinu. Auk þess mun LSS birta auglýsingar á næstunni til þess að minna á mikilvægasta atriði eldvarna á heimilum; reykskynjarana.

Kannanir sem Gallup hefur gert fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Brunamálastofnun sýna að eldvörnum á heimilum landsmanna er mjög ábótavant. Þriðjungur heimila hefur engan eða aðeins einn reykskynjara þótt fjölmörg dæmi séu um að þeir hafi bjargað mannslífum á ögurstundu.

Frétt um eldvarnaátakið á heimasíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta