Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Leiðrétting á forsíðufrétt Morgunblaðsins þann 21. nóvember sl.

Fréttatilkynning nr. 76/2009

Fjármálaráðuneytið telur nauðsynlegt er að leiðrétta atriði sem fram koma í frétt á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. nóvember sl. Í fréttinni er fjallað um samninga milli Landsbankans og Landsbanka Íslands hf. um útgáfu nýja bankans á 10 ára gengistryggðu skuldabréfi að fjárhæð 260 ma.kr. til gamla bankans vegna þeirra útlána sem tekin voru yfir.

Í fréttinni er gert ráð fyrir að skuldabréfið verði greitt niður með jöfnum árlegum afborgunum og að afborganirnar muni því strax fela í sér útstreymi gjaldeyris sem gæti sett óþægilegan þrýsting á krónuna. Þetta er rangt.

Vegna þeirra hugsanlegu áhrifa á krónuna sem bent er á, var samið um að skuldabréfið væri afborgunarlaust fyrstu fimm árin, en síðan greitt niður á árunum 2014–2018, þegar gjaldeyrismarkaður verður kominn í eðlilegt horf. Vegna stærðar skuldabréfsins er samið um afborgunarferil þess með tilliti til áætlana um greiðslujöfnuð landsins gagnvart útlöndum á næstu árum. Ekki er því ástæða til að ætla að samningur um uppgjör milli bankanna muni hafa nein óeðlileg áhrif á gengi krónunnar á næstu árum.

Með samningunum má segja að Landsbankinn hafi tryggt sér aðgang að erlendu lánsfé til langs tíma og getur hann því fjármagnað öll útlán til þeirra viðskiptavina sinna sem þurfa á slíku fé að halda í starfsemi sinni. Hér er helst um að ræða útflutningsfyrirtæki og aðra aðila sem hafa tekjur í erlendum myntum.

Fjármálaráðuneytinu, 23. nóvember 2009



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta