Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2009 Matvælaráðuneytið

Nr. 41/2009 - ráðherra situr fundi í Róm

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sat í síðustu viku 36. aðalfund FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnunnar SÞ) í Róm og flutti þar ávarp fyrir hönd Íslands. Í ræðunni lagði ráðherra meðal annars áherslu á mikilvægi þess að huga að hlut landbúnaðar og fiskveiða í þróunaraðstoð og að umgengni um náttúruauðlindir þyrfti að vera sjálfbær til að tryggja framtíðarhag.
Ræðu ráðherra má finna hér.

Á fundinum var samþykktur nýr alþjóðasamningur um aðgerðir hafnríkja gegn ólöglegum fiskveiðum og undirritaði Jón Bjarnason hann fyrir hönd Íslands. Samningurinn felur í sér að aðildarríki samningsins verða skuldbundin til að loka höfnum sínum fyrir erlendum skipum sem hafa orðið uppvís að ólöglegum fiskveiðum og er því mikilvægur áfangi í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum.

Nánar má sjá um undirritunina á heimasíðu FAO

Í tengslum við fundina í Róm hélt Norræna ráðherranefndin kynningu á samvinnu Norðurlandanna um varðveislu erfðaauðlinda “Genetic Diversity and Food Security in a Climate Changing World” og hélt Jón Bjarnason opnunarávarp fyrir hönd nefndarinnar.

Þar lagði ráðherra ríka áherslu á ábyrgð og skyldu hverrar þjóðar til að tryggja eigið fæðuöryggi meðal annars með varðveislu erfðauðlinda og viðhalds lífræðilegs fjölbreytileika. Þetta mun verða einn af grunnþáttum þess að takast megi á við lofstlagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda.
Ávarp ráðherra má finna hér.

Jón Bjarnason á FAO fundi í Róm 2009

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta