Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Nýtt skólaráð Brunamálaskólans

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað skólaráð Brunamálaskólans til næstu fjögurra ára. Hlutverk skólaráðsins er að vera Brunamálastofnun til ráðgjafar um fagleg og rekstrarleg málefni skólans og það ber ábyrgð gagnvart brunamálastjóra á framkvæmd og starfsemi Brunamálaskólans.

Umhverfisráðherra skipaði Kristínu Jónsdóttur formann skólaráðsins. Kristín er endurmenntunarstjóri hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Ólafur Ástgeirsson var skipaður varamaður Kristínar í ráðinu.

Auk hennar eiga sæti í ráðinu þau Herdís Sigurjónsdóttir fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sverrir Björn Björnsson fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Kristján Einarsson og Steinn Jónsson eru varamenn þeirra.

Nánar um Brunamálaskólann á heimasíðu Brunamálastofnunar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta