Nr. 42/2009 - alþjóðleg ráðstefna um strandveiðar í Biarritz í Frakklandi
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sat alþjóðlega ráðstefnu um strandveiðar í Biarritz í Frakklandi 25. nóvember sl. og flutti þar ávarp. Í ávarpinu voru aðgerðir íslenskra stjórnvalda á þessu sviði kynntar, til að mynda línuívilnun, byggðakvóti og strandveiðarnar síðastliðið sumar. Í ávarpi Jóns Bjarnasonar kom jafnframt fram sú mikla áhersla sem íslensk stjórnvöld leggja á sjálfbærar fiskveiðar. Að lokum lagði Jón Bjarnason áherslu á sérstöðu íslensks sjávarútvegs og mikilvægi þess að óskoruð eign og yfirráð yfir auðlindinni verði ávallt í hendi þjóðarinnar.
Ræðuna sem ráðherra flutti á ráðstefnunni má finna hér.