Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2009 Dómsmálaráðuneytið

Aflað upplýsinga um stöðu Dyflinnarsamstarfsins og einkum ástand hælisleitendamála í Grikklandi

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra átti fund í Brussel í dag með Jean-Louis de Brouwer, yfirmanni innflytjenda- og hælisleitendamála hjá framkvæmdastjórn ESB. Á fundinum var fjallað almennt um Dyflinnarsamstarfið og endurskoðun á regluverkinu sem nú stendur yfir á vettvangi ESB. Sérstaklega var rætt um stöðu hælisleitenda í Grikklandi, bæði að því er varðar málsmeðferð og aðbúnað þeirra einstaklinga sem endursendir eru þangað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Ragna hefur í framhaldinu ákveðið að afla frekari upplýsinga og gagna frá Grikklandi. Einnig mun verða aflað nánari upplýsinga um framkvæmd endursendinga hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins í Noregi, en þar munu taka gildi ný heildarlög um málefni útlendinga um næstu áramót. Hefur ráðherra þegið boð frá hinum norska starfsbróður sínum, Knut Storberget, um að funda í Noregi um málefni hælisleitenda og Dyflinnarsamstarfið á næstunni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta