Óskað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna
Norðurlandaráð auglýsir eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna ráðsins 2010. Þá verða verðlaunin veitt norrænu fyrirtæki, stofnun, fjölmiðli eða einstaklingi, sem hefur verið í fararbroddi og haft áhrif, beint eða óbeint, á fjármálamarkaðinn, fjármögnunariðnaðinn, banka eða ráðgjafa í því augnamiði að vinna að langtímamarkmiðum og samþætta sjálfbærni (náttúru- og umhverfismál og samfélagsábyrgð) í fjármálaumsýslu.
Leitað er eftir tilnefningum um:
- Þá sem með starfi sínu hafa aukið þekkingu neytenda og viðskiptavina í gegnum fjölmiðlun, með fyrirlestrum, ritun bóka eða á sambærilegan hátt.
- Frjáls félagasamtök/einstaklinga sem hafa tekið virkan þátt í vinnuhópum (siðfræðiráðum o.s.frv.), stjórnum eða sambærilegu, sem sýnt hafa árangur
- Umhverfisfyrirtæki, sjóði, banka eða sambærilegt og er metið af óháðum aðila.
Sjá nánar á heimasíðu Norðurlandaráðs.