Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkur til háskólanáms í Finnlandi

Íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki sem stjórnvöld í Finnlandi bjóða fram til háskólanáms eða rannsóknarstarfa þar í landi háskólaárið 2010-2011.
Finnski fáninn
finnland

Íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki sem stjórnvöld í Finnlandi bjóða fram til háskólanáms eða rannsóknarstarfa þar í landi háskólaárið 2010-2011. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver styrkur kemur í hlut Íslendinga. Styrkirnir eru ætlaðir til doktorsnáms eða rannsókna.  Styrkir eru veittir til 3 - 9 mánaða og nemur styrkfjárhæðin 1200 evrum á mánuði. Upplýsingar og eyðublöð er hægt að nálgast á vefsíðu CIMO (Centret for International Mobility) http://finland.cimo.fi og í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið framsendir umsóknir er uppfylla skilyrði sem nánar eru tilgreind í upplýsingum um styrkina og skulu umsóknir, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, berast ráðuneytinu í síðasta lagi 5. janúar 2010.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta