Hoppa yfir valmynd
1. desember 2009 Matvælaráðuneytið

Nr. 44/2009 - Viðræður um heildarstjórnun makrílveiða

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason gaf nýlega út reglugerð sem heimilar einhliða veiðar íslenskra skipa á 130.000 tonnum af makríl á árinu 2010. Bent er á að Íslendingum var ekki boðið að sitja fund annarra strandríkja nú í nóvember á jafnréttisgrundvelli.

 Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur hafa nú boðið Íslandi til viðræðna um heildarstjórnun makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi í mars 2010 og hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason þekkst boðið. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að strandríkin fjögur, sem öll eiga hagsmuna að gæta, komi á sameiginlegri stjórnun veiða úr þessum mikilvæga stofni til að tryggja sjálfbæra nýtingu.

 Á fundi aðila verður m.a. rætt um aflahámark, skiptingu afla milli aðila, aðgang að lögsögu, vísindasamstarf og eftirlit með veiðum.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta