Hoppa yfir valmynd
2. desember 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Embætti ráðuneytisstjóra

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ástu Magnúsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis frá og með 1. desember 2009.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ástu Magnúsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis frá og með 1. desember 2009.

Ásta Magnúsdóttir lauk LLM í Evrópurétti frá Háskólanum í Leicester árið 2009 og 1989 lauk hún Cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands.

Undanfarin ár hefur Ásta starfað sem skrifstofustjóri hjá EFTA í Brussel og stýrt skrifstofu sem annast rekstur EES-samningsins að því er varðar frjálsa för fólks, fjármagns og þjónustu. Einnig heyrir undir skrifstofuna þátttaka EES/EFTA ríkjanna í samstarfsáætlunum ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar, mennta- og menningarmála, málefni ungmenna o.fl.

Umsóknarfrestur um embætti ráðuneytisstjóra rann út hinn 20. nóvember sl. og bárust samtals 25 umsóknir um embættið, þar af þrettán konur og tólf karlar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta