Hoppa yfir valmynd
2. desember 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úttektir á grunnskólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hyggst láta gera stofnanaúttekir á þremur grunnskólum á vormisseri 2010

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hyggst láta gera stofnanaúttekir á þremur grunnskólum á vormisseri 2010, sbr. lög nr. 91/2008 um grunnskóla og reglugerð nr. 658/2009 um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald. Hér með er auglýst eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari úttekt á starfi grunnskóla innan þeirra. Afstaða skólastjóra viðkomandi skóla til úttektarinnar þarf að koma fram í umsókninni.

Í úttektinni felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á viðkomandi grunnskóla og starfi hans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Verður það m.a. gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Kostnaður vegna úttektarinnar greiðist af ráðuneytinu.

Umsóknir skulu berast mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá sveitarstjórnum fyrir 18. desember 2009. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu ráðuneytisins . Nánari upplýsingar veita Margrét Harðardóttir og Védís Grönvold á mats- og greiningarsviði ráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta