Hoppa yfir valmynd
4. desember 2009 Matvælaráðuneytið

Íslensk stjórnvöld óska eftir upplýsingum frá framkvæmdastjórn ESB um um hvernig framkvæmd reglugerðar ESB nr. 1005/2008 um varnir gegn ólöglegum veiðum verður háttað í aðildarríkjum ESB

Ísland hefur í dag sent framkvæmdastjórn ESB bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig framkvæmd reglugerðar ESB nr. 1005/2008 um varnir gegn ólöglegum veiðum verður háttað í aðildarríkjum ESB. Ekki hafa enn borist upplýsingar um hvaða lögbæru yfirvöld í aðildarríkjunum munu sjá um framkvæmd reglugerðarinnar og hefur það valdið íslenskum útflytjendum áhyggjum vegna þess hversu skammur tími er til gildistöku reglugerðarinnar þann 1. janúar 2010. Af þeim sökum ákváðu íslensk yfirvöld að senda framkvæmdastjórn ESB formlegt bréf með ósk um nánari upplýsingar þar að lútandi, en þeirra hafði áður verið óskað eftir óformlegum leiðum.

Bréfið sem sent var framkvæmdastjórn ESB má finna hér.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta