Hoppa yfir valmynd
7. desember 2009 Matvælaráðuneytið

Opinn kynningafundur vegna gildistöku reglugerðar ESB nr. 1005/2008 um ólöglegar veiðar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið boðar til opins kynningarfundar vegna samkomulags Íslands og Evrópusambandsins sem varðar reglugerð nr. 1005/2008 um ólöglegar veiðar. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 11. desember n.k. að Borgartúni 6 (4. hæð) og hefst kl 10:30.

Á fundinum munu fulltrúar frá ráðuneytinu, Fiskistofu og Matvælastofnun, kynna reglugerðina og það kerfi sem íslensk stjórnvöld hafa sett upp til að annast útgáfu veiðivottorða sem þurfa að fylgja öllum fiski og fiskafurðum sem flytja á inn á markaði Evrópusambandsins frá 1. janúar 2010.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta