Hoppa yfir valmynd
7. desember 2009 Matvælaráðuneytið

Samkomulag við stórnotendur raforku

Samkomulag við stórnotendur raforku
Samkomulag við stórnotendur raforku undirritað

Fréttatilkynning nr 16/2009
Fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra, annars vegar, og Samtök atvinnulífsins og stórnotendur raforku, hins vegar, undirrituðu í dag sameiginlega yfirlýsingu um ráðstafanir til að mæta erfiðri stöðu ríkisstjóðs og til að stuðla að auknum fjárfestingum í atvinnulífinu. Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að vegna mikils samdráttar í efnahagslífinu og erfiðrar stöðu ríkissjóðs í kjölfar hans hafi það orðið að samkomulagi við nokkra af stærstu notendum raforku í landinu að þeir greiði fyrirfram árlega samtals kr. 1.200 milljónir á árunum 2010, 2011 og 2012
upp í væntanlega álagningu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum á árunum 2013-2018. Fyrirframgreiðslan skiptist milli aðila í hlutfalli við raforkunotkun og er bundin við uppgjörsmynt þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga. Þetta fyrirkomulag, ásamt sköttum á raforku og kolefnislosun vegna fljótandi eldsneytis, sem lagðir verða á með sérstökum lögum, mun standa í 3 ár frá árinu 2010 að telja. Í kjölfar yfirlýsingarinnar verður lagt fram á Alþingi frumvarp til laga þar sem nánar er kveðið á um framangreinda fyrirframgreiðslu.

Jafnframt kemur fram í yfirlýsingunni að ríkisstjórnin mun leggja fram í upphafi vorþings 2010 frumvarp til laga um ívilnanir vegna fjárfestinga á Íslandi. Markmið þeirra laga verður að örva fjárfestingu í atvinnurekstri hér á landi og að tryggja markvissa beitingu hvata til fjárfestinga, innan þess ramma sem ákvæði EES samningsins setja.

                       Reykjavík, 7. Desember 2009


 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta