KOMPÁS - handbók í mannréttindafræðslu
Hér er um að ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum.
Í handbókinni er að finna raunhæfar hugmyndir og hagnýt verkefni sem ætlað er að virkja og vekja jákvæða vitund ungs fólks um mannréttindi. Áhersla er á markmið sem snúa að þekkingu og skilningi, færni, viðhorfum og gildum.