Kynning á skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hélt í morgun, 10. Desember 2009, fréttamannafund þar sem kynnt var skýrslan: Markaðssetning íslenska hestsins erlendis. Skýrslan er unnin af nefnd á vegum ráðuneytisins sem hafði að verkefni, m.a. að meta hvernig staðið er að kynningu íslenska hestsins erlendis.
Nefndin hefur nú lokið störfum og komið fram með ýmsar hugmyndir til að auka framgang íslenska hestsins alþjóðlega í samkeppni við önnur sporthestakyn, tryggja stöðu hrossa fæddra og uppfóstraðra á Íslandi í samkeppni við erlend fædd hross af íslenskum stofni og auka þátt hestsins í landkynningu. Skal hér nefnt þrennt:
Fyrsta; markaðsátak á árinu 2010 undir heitinu: Hestavika á Íslandi að vetri en íslensk vetrarhestamennska bæði í borg og byggð er á margan hátt einstök í sinni röð. Annað; aukið yrði framboð á fjölþættum hestasýningum fyrir ferðamenn og þriðja; gert yrði átak til að fá viðurkenningu á hestaíþróttum á íslenskum hestum sem ólympíska íþrótt.
Hér má sjá punkta sem voru afhentir á fundinum.
Hér má sjá skýrsluna í heild sinni. (3017Kb)