Hoppa yfir valmynd
10. desember 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynningarfundur um KOMPÁS - handbók í mannréttindafræðslu

Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Námsgagnastofnun hafa látið þýða og gefa út á íslensku bókina KOMPÁS, en hún kom fyrst út hjá Evrópuráðinu árið 2002.

Miðvikudaginn 9. desember var kynningarfundur um KOMPÁS – handbók í mannréttindafræðslu kl. 14:30 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Námsgagnastofnun hafa látið þýða og gefa út á íslensku bókina KOMPÁS, en hún kom fyrst út hjá Evrópuráðinu árið 2002.

Hér er um að ræða handbók í mannréttindafræðslu sem er ætluð þeim sem starfa í skólum eða með börnum og unglingum á vettvangi félags-, æskulýðs- og tómstundastarfs. Bókin nýtist bæði fagfólki, forystufólki í félagsstarfi og sjálfboðaliðum.

Í handbókinni er að finna raunhæfar hugmyndir og hagnýt verkefni sem ætlað er að virkja og vekja jákvæða vitund ungs fólks um mannréttindi. Áhersla er á markmið sem snúa að þekkingu og skilningi, færni, viðhorfum og gildum.

KOMPÁS er nú til á 28 tungumálum og eru flestar útgáfurnar aðgengilegar á vefnum, sem þýðir að þegar unnið er í fjölþjóðlegu samhengi á íslenskum vettvangi getur hver þátttakandi fengið verkefnin á sínu tungumáli. Hér er því á ferðinni verkfæri sem nýtist öllum þeim sem vilja efla vitund um mannréttindi og er fólk hvatt til að kynna sér efni bókarinnar frekar.

Á fundinum mun mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir undirrita viljayfirlýsingu um samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytis við Háskólann á Akureyri, Akureyrarbæ, Rauða kross Íslands og Ungmennafélag Íslands um að efla lýðræði og mannréttindi í skólum og í félags- og æskulýðsstarfi.
Fundargestum gefst jafnframt tækifæri til að kynnast starfsemi nokkurra ungmennaráða og URKÍ:

Ungmennaráðið Breytendur, ungliðastarf Hjálparstarfs kirkjunnar,
Ungmennaráð UNICEF,
Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands og
URKÍ, ungmennahreyfing Rauða Kross Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta