Hoppa yfir valmynd
11. desember 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir úr þróunarsjóði innflytjendamála

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á eftirfarandi viðfangsefni:

  • Áhrif efnahagsástandsins á stöðu innflytjenda og þá sérstaklega langtímaatvinnuleysi.
  • Áherslur framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda.

Önnur verkefni koma einnig til álita.

Styrkir verða almennt veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Grasrótar- og hagsmunafélög innflytjenda eru sérstaklega hvött til þess að sækja um í sjóðinn. Einstaklingum verða að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Til ráðstöfunar eru 10 milljónir króna. Styrkir geta verið að hámarki helmingur heildarkostnaðar verkefnis. Unnt er að sækja um á íslensku og ensku.

Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2010.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta