Hoppa yfir valmynd
14. desember 2009 Innviðaráðuneytið

104. Bann við vökva í handfarangri framlengt til 2013

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur kynnt ráðherraráðinu drög að nýrri reglugerð, sem breytir reglugerð 272/2009, og framlengir banni við að taka með vökva í handfarangri um borð í flugvélar til 29. apríl 2013.

Að öðru jöfnu hefði bannið átt að falla úr gildi eftir 29. apríl 2010, um leið og nauðsynlegur tækjabúnaður væri fyrir hendi á flugvöllum. Seinkun hefur orðið í þróun tækjabúnaðarins og því framlengist bannið en samkvæmt því má ekki taka með stærri einingar en 100 ml um borð í flugvélar og eingöngu það sem kemst fyrir í einum eins lítra plastpoka.

Þrátt fyrir að bannið hafi verið framlengt um þennan tíma má gera ráð fyrir að á sumum flugvöllum verði nauðsynlegur tækjabúnaður kominn í gagnið og þeim því heimilt að aflétta banninu.

Á sama tíma hefur komið fram málamiðlun vegna vökva sem keyptur hefur verið í þriðja landi, eða flugvöllum utan ESB. Þann vökva má taka með um borð frá apríl 2011 svo fremi að hann sé pakkaður í innsiglaðar umbúðir og að fullnægjandi sönnun fyrir kaupunum sé fyrir hendi. Þetta mun leysa vanda þeirra farþega sem nú um stundir verða að skilja eftir tollfrjálsan varning er þeir fara um borð í vélar til ESB svæðisins.

Nánar má lesa um þetta í 3878-hefi Europolitics sem finna má hér.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta