Hoppa yfir valmynd
15. desember 2009 Utanríkisráðuneytið

Orku- og loftslagsdagur Norrænu ráðherranefndarinnar á EXPO

Norræna ráðherranefndin heldur norrænan-kínverskan orku- og loftslagsdag á heimssýningunni EXPO 2010 í Sjanghæ, 25. júní nk. Ráðherrar, fulltrúar fyrirtækja, vísindamenn og aðrir frá Norðurlöndunum og Kína munu taka þátt í deginum. Fjallað verður um aukna samvinnu Norðurlandanna og Kína á sviði orkumála og þróun nýrra aðferða við nýtingu hreinnar orku, og er þetta því gott tækifæri fyrir þá sem að þessum málum koma að hittast og skiptast á skoðunum og reynslu.

Samvinna Kína og Norðurlandanna á sviði orku -og loftslagsrannsókna og –þróunar býður upp á mikla möguleika í framtíðinni. Vegur Kína hefur aukist mjög hvað varðar tækniþróun á sviði hreinnar orku og Norðurlöndin; Danmörk Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð, búa yfir tækniþekkingu og reynslu á sviði rannsókna og þróunarvinnu.

Tilgangurinn er að samþætta styrkleika Kína og Norðurlandanna, skiptast á þekkingu og reynslu og auka samvinnu landanna á sviði nýtingar hreinnar orku. Í kjölfarið munu íslensk fyrirtæki í samvinnu við íslensku EXPO þátttökuna halda sérstaka kynningu á íslenskum lausnum í orkuframleiðslu. 

Norrænar orkurannsóknir, sem heyrir undir Norrænu ráðherraanefndina, standa að orku- og loftslagsdeginum ásamt Norrænni rannsóknarmiðstöð í Asíufræðum.  

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni:  www.nordicenergy.net/china

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta