Hoppa yfir valmynd
16. desember 2009 Innviðaráðuneytið

Breytt reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2000 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga er nú til  umsagnar á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til 22. desember næstkomandi á netfangið [email protected].

 

Helstu breytingar á reglugerðinni eru eftirfarandi:

  • Hagstofa Íslands tilnefnir nú einn fulltrúa í reikningsskila- og upplýsinganefnd. Nefndin verður því meginvettvangur fyrir samræmingu og öflun fjármálaupplýsinga sveitarfélaga.
  • Hlutverk nefndarinnar hvað varðar samræmingu fjármálaupplýsinga annarra en þeirra sem fram koma í ársreikningum og fjárhagsáætlunum er aukið í samstarfi við sveitarfélögin.
  • Nefndinni er jafnframt ætlað í samstarfi við sveitarfélögin að vinna að söfnun og samræmingu ársfjórðungslegra fjármálaupplýsinga frá sveitarfélögum. Þessi vinna kemur í stað öflunar mánaðarlegra upplýsinga eins og gert hefur verið í tilraunaskyni á þessu ári.

Ráðgert er að gefa reglugerðina út fyrir árslok. Þeir sem vilja senda ráðuneytinu athugasemdir sínar eru beðnir að gera það í síðasta lagi 22. desember næstkomandi. Reglugerðardrögin má sjá hér:

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta