Hoppa yfir valmynd
16. desember 2009 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra leggur til að heimilt verði að fjölga héraðsdómurum tímabundið

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra mælti í gær, 15. desember 2009, fyrir frumvarpi um breyting á lögum um dómstóla þar sem lagt er til að heimilt verði að fjölga héraðsdómurum tímabundið um fimm, úr 38 í 43.

Gert er ráð fyrir að dómarar verði 43 fram til 1. janúar 2013 en eftir þann tíma skuli ekki skipa í embætti hérðsdómara sem losna fyrr en þess gerist þörf, þar til dómarar í héraði verða aftur 38 að tölu. Auk þess er gert ráð fyrir að löglærðum aðstoðarmönnum héraðsdómara verði fjölgað um fimm.


Ráðherra benti í framsöguræðu sinni á að þeir atburðir sem leiddu til falls bankanna síðastliðið haust hafi haft mikil áhrif á stofnanir réttarvörslukerfisins og búast megi við að dómstólarnir þurfi að takast á við aukinn fjölda sakamála vegna efnahagsbrota, m.a. í kjölfar rannsókna hjá embætti sérstaks saksóknara. Þá megi gera ráð fyrir auknum fjölda einkamála fyrir dómstólum þ.m.t. kærumálum vegna slita á fjármálafyrirtækjum. Til viðbótar hafi dómstólum nýlega verið falið mikilvægt hlutverk við gerð nauðasamninga til greiðsluaðlögunar og við tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðlána.
 
Framsöguræða Rögnu Árnadóttur á Alþingi 15. desember 2009

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta