Listi yfir lögbær yfirvöld aðildarríka Evrópusambandsins vegna aflavottorða
Íslenskum stjórnvöldum hefur borist listi frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þar sem listuð eru upp þau lögbæru yfirvöld innan sambandsins sem annast móttöku aflavottorða. Kaupendur fiskafurða í Evrópusambandinu eiga að koma aflavottorðum til þeirra til skoðunar og afgreiðslu, með þeim tímamörkum sem gilda. Annars vegar er um að ræða 4 klst fyrir fisk sem er fluttur út með flugi eða er seldur beint úr veiðiskipi og svo 72 klst fyrir fisk og fiskafurðir sem fluttar eru með gámaskipum. Innlendir seljendur eru nú hvattir til þess að setja sig í samband við viðskiptamenn sína í Evrópusambandinu og kynna þeim listann eftir því sem við á í hverju tilviki.
Listi yfir lögbær yfirvöld aðildarríkja Evrópusambandsins vegna aflavottorða á pdf formi (86Kb)