Norðurlöndin undirrita fjölda nýrra upplýsingaskiptasamninga
Fréttatilkynning nr. 81/2009
Norðurlöndin (Danmörk, Færeyjar, Finnland, Grænland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa í dag og síðustu daga undirritað fjölda samninga um upplýsingaskipti á sviði skattamála við lögsagnarumdæmi sem starfrækja alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar í því skyni að laða að erlenda fjárfesta. Hinir nýju samningar eru hluti af norrænu átaksverkefni sem miðar að því herða alþjóðareglur í því skyni að koma í veg fyrir alþjóðlegan skattaflótta.
Samningarnir munu veita skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um hvern þann aðila sem reynir að komast hjá greiðslu tekjuskatts og/eða fjármagnstekjuskatts auk þess að veita upplýsingar um eignir sem ekki hafa verið gefnar upp í heimalandinu. Meðal annars er þar um að ræða upplýsingar um eignarhald á fyrirtækjum, stjórnarmenn og þá sem þiggja arðgreiðslur frá eignarhaldsfélögum, auk upplýsinga í vörslu banka og fjármálastofnana.
Í dag undirrituðu löndin samninga við Cook eyjar og Samoa í danska sendiráðinu í Canberra og auk þess sem Ísland, Noregur og Svíþjóð undirrituðu samninga við Gíbraltar í sendiráðum sínum í París. Þann 14. desember sl. voru undirritaðir í París samningar við Anguilla og í dag við Turks og Caicos eyjar.
Norðurlöndin hafa nú öll undirritað þrettán upplýsingaskiptasamninga og sum löndin fleiri, á síðustu tveimur árum og eiga auk þess í viðræðum við fjölda annarra lögsagnarumdæma. Af þeim samningum sem Ísland hefur undirritað hafa þrír þeirra tekið gildi. Samningurinn við Mön tók gildi rétt fyrir síðustu áramót og samingarnir við Guernsey og Jersey voru fullgiltir í lok nóvember og byrjun desember sl.
Verkefnið um halda áfram að fá forgang á næsta ári þegar Danir taka við formennsku í norrænu ráðherrarnefndinni og reiknað er með að undirritaðir verði fleiri samningar á árinu 2010.
Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Torsten Fensby, verkefnisstjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni.
[email protected]
Fjármálaráðuneytinu, 16. desember 2009