Hoppa yfir valmynd
17. desember 2009 Utanríkisráðuneytið

Efnahags- og viðskiptaráðherra sækir fund EFTA-ráðsins í Genf

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra
GM_og_KFA_EFTA_17_des_09

Gylfi Magnússson, efnahags- og viðskiptaráðherra, sat í dag ráðherrafund Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) í Genf í fjarveru Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Meginviðfangsefni ráðherrafundarins var staða mála í fríverslunarviðræðum EFTA-ríkjanna og stefnan framundan.

Ráðherrarnir lýstu ánægju með framganginn í fríverslunarviðræðum við Úkraínu. Vonast er til viðræðunum ljúki á fyrri hluta næsta árs. Ráðherrarnir ítrekuðu að gerð fríverslunarsamnings við Indland er forgangsmál EFTA-ríkjanna og að viðræðunum miðaði vel áfram.

Ráðherrarnir fögnuðu því að fríverslunarviðræður við Hong Kong og Indónesíu hefjast snemma á næsta ári. Þeir voru sammála um að undirbúa áfram fríverslunarviðræður við Rússland. Þá er gert ráð fyrir að EFTA-ríkin undirriti samstarfsyfirlýsingu við Malasíu um aukna samvinnu á sviði viðskipta á næsta ári og að gerð verði könnun á hagkvæmni þess að gera fríverslunarsamning við Víetnam.

Ráðherrarnir ræddu stöðuna í Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og lýstu yfir mikilvægi þess að ljúka viðræðunum.

Ráðherrarnir áttu einnig fundi með þingmannanefnd EFTA þar sem fram fóru skoðanaskipti um fríverslunarviðræður EFTA-ríkjanna við önnur lönd.

Í tengslum við ráðherrafundinn voru undirritaðir fríverslunarsamningar við Albaníu og Serbíu.

Yfirlýsingu fundarins er að finna hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta